Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Ísland vill verða á heimsmælikvarða í landeldi á fiski
Ísland vill verða á heimsmælikvarða í landeldi á fiski

Ísland vill verða á heimsmælikvarða í landeldi á fiski

00:16:31
Report
Landeldi á laxi gæti orðið risastór atvinnugrein á Íslandi ef allt gengur að óskum hjá nokkrum fyrirtækjum sem eru hefja starfsemi í þessari grein hér á landi. Þrátt fyrir þessi auknu umsvif landeldisfyrirtækja hefur umræðan um þessa tegund fiskeldis verið tiltölulega lítil. Ástæðan er meðal annars sú að svo mikil umræða hefur verið um sjókvíaeldi á eldislaxi þar sem fiskurinn er alinn í kvíum í sjó í fjörðum landsins en ekki uppi á landi. Eitt af löndunum sem hefur lengri og meiri reynslu en Ísland af sjókvíaeldi og landeldi er Noregur. Í síðustu viku kom út gagnrýnin skýrsla hjá norsku umhverfisstofnuninni um starfsemi landeldisfyrirtækja þar í landi. Um er að ræða landeldisfyrirtæki sem eru að rækta laxaseiði sem svo eru sett út í sjókvíar hjá norskum laxeldisfyrirtækjum og látin stækka þar upp í sláturstærð. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ísland vill verða á heimsmælikvarða í landeldi á fiski

View more comments
View All Notifications