Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
14. Sigyn Jónsdóttir, CTO hjá Empower
14. Sigyn Jónsdóttir, CTO hjá Empower

14. Sigyn Jónsdóttir, CTO hjá Empower

00:55:21
Report
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Sigyn Jónsdóttur. Sigyn útskrifaðist með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Samhliða og eftir námið í HÍ starfaði hún hjá Meniga þar til hún fór í meistaranám í Management Science & Engineering í Columbia-háskóla í New York, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2016.Eftir námið réði Sigyn sig til Seðlabankans en söðlaði um ári síðar þegar hún réði sig til hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice þar sem hún varð forstöðumaður þjónustu og ráðgjafar. Hún er varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og var formaður Ungra athafnakvenna árin 2017-2019. Hún starfar nú sem framkvæmdarstjóri hugbúnaðar eða CTO hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower þar sem hún er einnig meðstofnandi. Í þættinum ræða Hildur og Sigyn meðal annars: · Þegar hún tók ákvörðun um að fara í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa verið komin á annað ár í læknisfræði · Sumarstarfið hjá Meniga og hvað það er mikilvægt þegar fyrirtæki gefa ungu fólki tækifæri · Um námið og tímann í Columbia í New York · Hvernig systir hennar fékk hana með sér á fund hjá UAK og sem leiddi til þess að hún varð seinna formaður félagsins · Hvað varð til þess að hún varð meðstofnandi Empower og fyrir hvað fyrirtækið stendur fyrir · Alla þá spennandi hluti sem eru framundan hjá Empower og hvernig heilbrigð vinnustaðamenning styður við árangur · Um fyrirlesturinn sem hún flutti nýlega á UT messunni „En það sækja engar konur um“ · Hvað kvöldsund í Vesturbæjarlauginni getur verið endurnærandi og hvað það eru mikil lífsgæði að geta gengið til og frá vinnu Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems

14. Sigyn Jónsdóttir, CTO hjá Empower

View more comments
View All Notifications