Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Þáttur 17. Neistinn
Þáttur 17. Neistinn

Þáttur 17. Neistinn

01:30:09
Report
Í þættinum í dag tala ég við hana Fríðu sem er framkvæmdastjóri Neistans og hana Jónínu sem er formaður Neistans. Við ræðum um, hjartveik börn, um neistann hvað hann er, hvað þetta er mikilvægt félag fyrir fjölskyldur sem eiga ættingja með meðfædda hjartagalla. Við kynnumst aðeins þeim báðum og fáum að heyra afhverju þær leituðu til Neistans. Endilega tjekkið á þeim á @neistinn á instagram, Facebook eða á neistinn.is Einnig vildi ég benda á að það sé Vitundavika frá 7-14 febrúar þar sem þau eru virkilega sýnileg á samfélagsmiðlum, þau eru búin að fá fullt af frábæru fólki til að prjóna neistahúfur og gefa börnum sem fæðast frá 7-14 febrúar. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara. Þátturinn er í boði: Óliver hjá kiropraktorstöð Reykjavíkur tekur að sér einstaklinga, allt frá ungabörnum upp í aldraða. Óliver leggur áherslu á samspil líkamlegra og andlegra þátta og markmið hans er að fólkið hans finni árángur í formi verkjastillingar og aukinna lífsgæða. Ég hef verið hjá Óliver í nokkra mánuði og finn þvílíkan mun á mér. Endilega tjekkið á honum á instagram oliverkiro_ eða facebook (Óliver Kírópraktor) og ef þið viljið bóka ykkur í gjaldfrjálsann viðtalstíma hjá honum endilega kíkið þá inná noona.is og pantið ykkur tíma. Þið munuð ekki sjá eftir því. Littli prins hannar og selur íslenskar prjónauppskriftir á vefsíðunni litliprins.is. Þar er hægt að finna uppskriftir af flíkum fyrir allann aldur, allt frá ungabörnum uppí fullorðna. Uppskriftirnar frá litla prins eru auðskiljanlegar með góðum leiðbeiningum og því fullkomnar fyrir bæði þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í prjónamennskunni eða reynda prjónara sem kunna meta góðar uppskriftir.

Þáttur 17. Neistinn

View more comments
View All Notifications