Login to make your Collection, Create Playlists and Favourite Songs

Login / Register
Vala og Jóhanna - Rasismi á Íslandi
Vala og Jóhanna - Rasismi á Íslandi

Vala og Jóhanna - Rasismi á Íslandi

01:10:07
Report
Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur  Valgerður Kehinde og Jóhanna halda uppi hlaðvarpinu Antirasistarnir ásamt Instagram síðunni. Rasismi er oft hulinn fólki sem finnur ekki fyrir honum á eigin skinni og hvít forréttindi er að mestu leyti ósýnilegt þeim sem hafa það.  “Ég skil ekki þessa menningu á íslandi að fólk megi bara segja og gera hvað sem er og það hefur engar afleiðingar fyrir neitt” Segir Jóhanna um ummæli Sigurðs Inga og bætir við að það sé með ólíkindum að forsetisráðherra sem er hvít kona í forréttindastöðu, hafi sagt hann vera búinn að segja fyrirgefðu. “Þetta var bara ekki hennar að fyrirgefa” Segir Vala.   Jóhann segir lögregluna hafa haft samband við þær eftir að sérsveitin handtók svartan strák í strætó og beðið þær um að halda fræðslu. “Það sem ég hugsaði var að þetta er miklu stærra en við. Þetta þarf félagsfræðinga, afbrotafræðinga og fólk sem er háskólamenntað í lögreglufræði. Þetta þarf svart fólk sem er menntað á þessum sviðum” Segir Jóhanna í þættinum og segir að það þurfi að brjóta upp í kerfinu.   Við viljum vera góð við hvort annað, þú getur ekki verið góð við manneskju án þess að sjá fordómana sem hún gengur í gegnum” segir Jóhanna í þættinum. Þær segja mikið um white fragility eða hvíta viðkvæmni. “Mér finnst ég sjá þetta oft hjá fyrirtækjum” segir Vala í þættinum og tekur dæmi þar sem ekki einn litaður einstaklingur var sýnilegur í fermingar auglýsingu frá Gallerí 17. “það var bara strax farið í vörn um að það hefði verið covid og að þau hafi bara hringt í frændsystkini sín” segir Vala og bætir við að það sé partur af vandamálinu að fullt af innflytjendum og fólk af lit komast ekki inn í þetta af því þau eru ekki frændfólk.

Vala og Jóhanna - Rasismi á Íslandi

View more comments
View All Notifications